Erlent

Offita vaxandi vandamál í Evrópu

Offita getur orðið meiriháttar heilbrigðisvandamál innan fárra ára.
Offita getur orðið meiriháttar heilbrigðisvandamál innan fárra ára. MYND/AFP
Fjöldi þeirra Evrópubúa sem glíma við offitu fer vaxandi og þá hefur offita meðal ungra barna aukist verulega á síðustu árum. Þetta kom fram á þingi Evrópulanda um offitu sem haldið var í Búdapest um helgina. Talið er að milli 10 til 20 prósent Evrópubúa glími við offitu.

Samkvæmt þeim rannsóknum sem kynntar voru á ráðstefnunni í Búdapest glímir rúmlega einn milljarður manna við offitu í heiminum öllum og þar af 312 milljónir við meiriháttar offitu. Miðað við þróun undanfarinna ára er talið að offita geti orðið að meiriháttar heilbrigðisvandamáli innan fárra ára.

Samkvæmt breskri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni teljast 30 prósent allra breskra barna vera of feit í dag. Þetta er talið vera sérstakt áhyggjuefni því rannsóknir benda ennfremur til þess að 80 prósent þeirra sem glíma við offitu í æsku muni halda áfram að glíma við vandamálið á fullorðinsárum. Í dag er talið að vandamál tengd offitu kosti bresku þjóðina um eitt þúsund milljarða króna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×