Enski boltinn

Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Newcastle

Michael Ballack er studdur af velli í leiknum í dag.
Michael Ballack er studdur af velli í leiknum í dag. MYND/Getty

Leik Newcastle og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er lokið og fór svo að liðin gerðu markalaust jafntefli. Chelsea missti þar með af gullnu tækifæri til að minnka forskot Man. Utd. á toppi deildarinnar niður í eitt stig og munar því ennþá þremur stigum á liðunum þegar hvort lið á fjóra leiki eftir. Michael Ballack meiddist í leiknum.

Ballack haltraði af velli strax á 17. mínútu leiksins í dag en ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg meiðsli hans eru. Mjög ólíklegt þykir þó að hann verði búinn að ná sér þegar Chelsea tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni eftir þrjá daga.

Chelsea er með 79 stig í öðru sæti deildarinnar en Manchester United er með 82 stig á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×