Erlent

Hús hrundu ofan í sprungur

Íbúar smábæjar á Nýfundnalandi í Kanada hafa haft litla ástæðu til að gleðjast yfir komu vorsins þetta árið (LUM). Með hækkandi hitastigi hefur klaki í jörðu þiðnað og við það hefur mikið los komist á jarðveginn undir því svæði sem bærinn stendur á.

Hefur engum togum skipt að hús bæjarbúa hafa hrunið ofan í sprungur sem hafa myndast eða hreinlega fallið fyrir björg ofan í St. Lawrence-flóann.

Til allrar hamingju hefur enginn slasast í þessum hamförum en eignatjónið er þó verulegt. Raunum íbúanna er ekki lokið því búist er við að í það minnsta fjögur hús muni hrynja á næstu dögum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×