Enski boltinn

Keisarinn hvetur Klinsmann til að taka við Chelsea

Jurgen Klinsmann náði góðum árangri með þýska landsliðið.
Jurgen Klinsmann náði góðum árangri með þýska landsliðið. MYND/Getty

Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði og þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, telur að Jurgen Klinsmann eigi að taka við starfi Jose Mourinho hjá Chelsea, fari svo að honum verði boðin þjálfarastaðan á Stamford Bridge í nánustu framtíð. Klinsmann hefur verið sterklega orðaður sem eftirmaður Mourinho hjá Chelsea, hvenær svo sem portúgalski stjórinn hverfur á braut.

“Klinsmann og Chelsea? Mér finnst það hljóma vel,” sagði Beckenbauer við þýska fjölmiðla í vikunni.

“Ég held að Klinsmann muni njóta sín vel hjá Chelsea. Hann hefur búið áður í London, svo að það er augljós kostur, en hann þyrfti þó að flytja frá Kaliforníu til Englands. Ef Klinsmann á möguleika á að fá starfið, og honum finnst það ögrandi, þá finnst mér að hann eigi hiklaust að kýla á það,” sagði Beckenbauer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×