Erlent

Þota hrapar í miðri flugsýningu

Þotur Bláa engilsins, listflugssveit bandaríska flotans.
Þotur Bláa engilsins, listflugssveit bandaríska flotans. MYND/AFP

Einn lét lífið og að minnsta kosti átta slösuðust þegar þota úr listflugssveit bandaríska flotans hrapaði í miðri flugsýningu yfir bænum Bueaufort í Bandaríkjunum í gær. Brak úr þotunni dreifðist yfir íbúðabyggð skammt frá flugvellinum.

Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að þotan, sem var af gerðinni F-18, hrapaði en vitni segja að hún hafi skyndilega misst hæð með þeim afleiðingum að hún steyptist niður í íbúðabyggð skammt frá flugvellinum í Bueaufort.

Brak úr þotunni dreifðist yfir stórt svæði og skemmdi fjölmörg hús. Að minnsta kosti átta slösuðust en flugmaður þotunnar lét lífið.

Frá árinu 1985 hafa fimm flugmenn í Bláa englinum, en svo nefnist listflugssveit bandaríska flotans, látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×