Enski boltinn

Man. Utd. tapaði stigum gegn Middlesbrough

Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Middlesbrough í liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Old Trafford nú undir kvöld. Man. Utd. komst yfir strax á þriðju mínútu með marki Kieran Richardsson en Mark Viduka jafnaði metin á 46. mínútu og þar við sat. Chelsea á einn leik til góða og með sigri mun liðið verða aðeins einu stigi á eftir Man. Utd.

Chelsea mætir Newcastle á morgun og mun með sigri hleypa gríðalegri spennu í kapphlaupið um titilinn. Mikilvægi leiksins á milli Chelsea og Man. Utd. í næsta mánuði er sífellt að aukast og bendir fátt til annars en að sá slagur verði að mörgu leyti úrslitaleikur um sigur í deildinni.

Man. Utd. er með 82 stig í fyrsta sæti eftir sigurinn í dag og hefur spilað 34 leiki. Chelsea er með 78 stig eftir 33 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×