Wenger: Okkur líður eins og eftir tapleik 21. apríl 2007 17:04 Arsene Wenger var vonsvikinn með úrslit leiksins gegn Tottenham í dag. MYND/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var gríðarlega vonsvikinn með að hafa misst unnin leik niður í jafntefli í viðureigninni gegn Tottenham í dag, en hrósaði leikmönnum sínum þó fyrir að sýna mikinn karakter. Wenger sagði við fréttamenn eftir leikinn að stemningin í búningsklefanum eftir leik hafi verið eins og eftir tapleik. "Þetta hefðu átt að vera þrjú stig fyrir okkur. Við hefðum að vera búnir að skora fleiri mörk en svona getur farið ef þú nærð ekki að klára leikinn. Á svona stundum reyni ég að einblína á það jákvæða, og það voru sannarlega jákvæðir punktar í leik okkar í dag. Leikmenn sýndu mikinn karakter með því að skora tvö mörk eftir að hafa lent undir og mér fannst mikil samheldni á meðal leikmanna," sagði Wenger eftir leikinn. "Svona hefur þetta verið hjá okkur í ár. Við spilum frábæran fótbolta og sköpum okkur fullt af tækifærum en svo fáum við á okkur klaufamörk á síðustu mínútunum. Stemningin eftir svona leik er eins og eftir tapleik." Wenger er þegar farinn að hugsa til næsta tímabils og telur hann sig hafa frábæran leikmannahóp í höndunum, sem verður talsvert sterkari á næstu leiktíð þegar Thierry Henry og Robin van Persie verða komnir í sitt besta form. "Hugarfarið og andinn í þessu liði er einstakur og alveg eins og við viljum hafa hann. Kjarninn í liðinu er þegar til staðar og hæfileikarnir sömuleiðis. Stundum er betra að vinna með það sem er þegar til staðar, frekar en að gera tilraunir við að bæta hópinn," sagði Wenger ennfremur og bætti því við að lokum að hann verði áfram hjá Arsenal, þrátt fyrir að hans helsti samstarfsaðili síðustu árin, David Dein, sé farinn frá félaginu. "Ég verð áfram og ég hef gert leikmönnum grein fyrir því. Þetta verður mun erfiðara núna því ég og David störfuðum náið saman. Mitt starf verður nú helmingi erfiðara og tímafrekara þegar hann er farinn, en ég ætla ekki að hlaupa í burtu frá hálfkláruðu verki. Ég verð áfram," sagði Wenger. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var gríðarlega vonsvikinn með að hafa misst unnin leik niður í jafntefli í viðureigninni gegn Tottenham í dag, en hrósaði leikmönnum sínum þó fyrir að sýna mikinn karakter. Wenger sagði við fréttamenn eftir leikinn að stemningin í búningsklefanum eftir leik hafi verið eins og eftir tapleik. "Þetta hefðu átt að vera þrjú stig fyrir okkur. Við hefðum að vera búnir að skora fleiri mörk en svona getur farið ef þú nærð ekki að klára leikinn. Á svona stundum reyni ég að einblína á það jákvæða, og það voru sannarlega jákvæðir punktar í leik okkar í dag. Leikmenn sýndu mikinn karakter með því að skora tvö mörk eftir að hafa lent undir og mér fannst mikil samheldni á meðal leikmanna," sagði Wenger eftir leikinn. "Svona hefur þetta verið hjá okkur í ár. Við spilum frábæran fótbolta og sköpum okkur fullt af tækifærum en svo fáum við á okkur klaufamörk á síðustu mínútunum. Stemningin eftir svona leik er eins og eftir tapleik." Wenger er þegar farinn að hugsa til næsta tímabils og telur hann sig hafa frábæran leikmannahóp í höndunum, sem verður talsvert sterkari á næstu leiktíð þegar Thierry Henry og Robin van Persie verða komnir í sitt besta form. "Hugarfarið og andinn í þessu liði er einstakur og alveg eins og við viljum hafa hann. Kjarninn í liðinu er þegar til staðar og hæfileikarnir sömuleiðis. Stundum er betra að vinna með það sem er þegar til staðar, frekar en að gera tilraunir við að bæta hópinn," sagði Wenger ennfremur og bætti því við að lokum að hann verði áfram hjá Arsenal, þrátt fyrir að hans helsti samstarfsaðili síðustu árin, David Dein, sé farinn frá félaginu. "Ég verð áfram og ég hef gert leikmönnum grein fyrir því. Þetta verður mun erfiðara núna því ég og David störfuðum náið saman. Mitt starf verður nú helmingi erfiðara og tímafrekara þegar hann er farinn, en ég ætla ekki að hlaupa í burtu frá hálfkláruðu verki. Ég verð áfram," sagði Wenger.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira