Erlent

„Falleg og flott fæðing“

Friðrik og Mary með Kristján.
Friðrik og Mary með Kristján. MYND/AFP

„Þetta var falleg og flott fæðing," sagði Friðrik, danski krónprinsinn og nýsleginn faðir í annað sinn á blaðamannfundi í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Eiginkona hans Mary fæddi í dag stúlkubarn og heilsast mægðunum vel.

„Ég var ekki eins hræddur núna og í fyrra skiptið," sagði Friðrik.

Friðrik var að vonum afar stoltur og sagðist nú þegar vera búinn að tilkynna syni sínum, kristjáni, að hann væri búinn að eignast litla systur.

Kristján fær þó ekki að sjá systur sína fyrr en á morgun að sögn Friðriks danaprins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×