Erlent

Auðkýfingur snýr aftur til jarðar

Charles Simonyi kampakátur eftir lendinguna í dag.
Charles Simonyi kampakátur eftir lendinguna í dag. MYND/AFP
Bandaríski auðkýfingurinn, Charles Simonyi, sneri aftur til jarðar í dag eftir að dvalið í tvær vikur um borð í ISS, alþjóðlegu geimstöðinni. Charles er fimmti ferðamaðurinn sem fer út í geim en fyrir túrinn greiddi hann rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Upphaflega átti Charles að snúa aftur í gær en þeirri ferð þurfti að fresta vegna slæmra skilyrða á lendingarstað. Við komuna til jarðar sagðist Charles vera feginn en sagði einnig að ferðin hafi verið ævintýri líkust.

Charles er fimmtíu átta ára gamall og af ungversku bergi brotinn. Hann átti stóran hlut í þróun ritvinnsluhugbúnaðarins Microsoft Word og töflureiknisins Excel.

Þrír menn eru nú um borð í ISS, tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×