Erlent

Mary krónprinsessa búin að fæða

MYND/AFP

Mary krónprinsessa Dana fæddi fyrir stundu stúlkubarn. Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar heilsast mæðgunum vel.

Stúlkubarnið kom í heiminn klukkan tvær mínútur yfir fjögur að staðartíma eða tvær mínútur yfir tvö að íslenskum tíma.

Stúlkan var 3.350 grömm að þyngd og 50 sentimetra að lengd. Friðrik krónprins, eiginmaður Mary, var viðstaddur fæðinguna. Er þetta annað barn þeirra hjóna og fyrsta stúlkubarn til að fæðast inn í dönsku konungsfjölskylduna síðan 1946.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×