Enski boltinn

West Ham yfir í hálfleik

Bobby Zamora skoraði mark West Ham gegn Everton í fyrri hálfleik.
Bobby Zamora skoraði mark West Ham gegn Everton í fyrri hálfleik. MYND/Getty

Íslendingaliðið West Ham er með 1-0 forystu gegn Everton þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma eru Charlton og Sheffield Utd. að gera markalaust jafntefli og ef úrslitin yrðu á þennn veg væri West Ham aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti eftir leiki dagsins.

Það var framherjinn Bobby Zamora sem skoraði mark West Ham á 13. mínútu.

Lítið er skorað í leikjum dagsins og er markalaust í þeim flestum. Liverpool hefur þó 1-0 forystu gegn Wigan og Fulham er 1-0 yfir gegn Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×