Enski boltinn

Jenas jafnaði á síðustu sekúndu

Dimitar Berbatov var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal í dag.
Dimitar Berbatov var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal í dag. MYND/Getty

Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham á 95. mínútu í viðureign liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 eftir mjög sveiflukenndan leik, þar sem Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik áður en Arsenal svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari.

Robbie Keane kom Tottenham yfir á 30. mínútu en Kolo Toure jafnaði metin á 64. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Emanuel Adybayor skoraði það sem allt leit út fyrir að yrði sigurmark gestanna þegar tólf mínútur voru til leiksloka en Jenas skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Arsenal var mun sterkari aðilinn í leiknum í dag og átti sigurinn skilinn. Fyrir utan að skora mörkin tvö átti liðið þrjú skot í tréverk Tottenham og hefði sigurinn því getað orðið mun stærri en raun varð.

Arsenal er nú komið með 63 stig í deildinni í 4. sæti, einu stigi minna en Liverpool. Everton er í fimmta sæti með 55 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×