Enski boltinn

Mourinho ánægður með Carvalho

Richardo Carvalho hefur verið öflugur í vörn Chelsea í vetur.
Richardo Carvalho hefur verið öflugur í vörn Chelsea í vetur. MYND/Getty

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho er vanmetnasti leikmaður Chelsea, að mati Jose Mourinho. Portúgalski knattspyrnustjórinn segir að landi sinn hafi staðið sig frábærlega í vetur, sérstaklega í ljósi meiðsla lykilmanna í öftustu línu liðsins.

Mourinho segir að Carvalho fái ekki athyglina sem hann á skilið vegna þess að hann er umkringdur stórstjörnum. Carvalho líki hins vegar við sitt hlutskipti og að hann hafi ekki mikla þörf á aukinni athygli.

"Þetta er hans besta tímabil síðan hann kom til Chelsea," sagði Mourinho um Carvalho, en hann leikur sinn 50. leik á tímabilinu þegar Chelsea mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

"Í langan tíma var enginn Petr Cech fyrir aftan hann, enginn John Terry við hlið hans og enginn Michael Essien til að djöflast fyrir framan hann. Samt sem áður hefur Carvalho verið stórkostlegur," segir Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×