Enski boltinn

Lampard: Drogba er sá besti

MYND/Getty

Miðjumaðurinn Frank Lampard telur að félagi sinn Didier Drogba eigi skilið að vera valinn leikmaður ársins af samtökum leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar, fremur heldur en Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. Ástæðan sé einföld; Drogba hafi verið besti framherjinn í heiminum á þessu tímabili. Úrslitin í kjörinu verða tilkynnt annað kvöld.

Drogba hefur skorað 31 mark fyrir Chelsea í öllum keppnum á tímabilinu og þykir ásamt Ronaldo eiga mesta möguleika á því að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Lampard telur að Drogba hafi vinninginn.

"Eftir að hafa æft og spilað með honum í ár, þá finnst mér að hann eigi skilið að vera valinn. Hann hefur verið besti framherjinn í heiminum á þessum tímabili. Báðir eru þeir þó afar verðugir vinningshafar," segir Lampard.

"Hæfileikar Ronaldo með boltann eru ótrúlegir og spilamennska hans að undanförnu gerir hann að einum besta leikmanni heims í augnablikinu. En ástæðan fyrir því að Drogba fær mitt atkvæði eru mörkin og mörg þeirra hafa verið afar mikilvæg og hreinlega unnið leiki fyrir Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×