Enski boltinn

Carragher þolir ekki að spila á móti Heskey

Emilie Heskey er erfiður að eiga við.
Emilie Heskey er erfiður að eiga við. MYND/Getty

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hlakkar ekki til að mæta Emile Heskey í leiknum gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag, enda sá hann ein helsta martröð varnarmanna deildarinnar. Carragher lék lengi með Heskey hjá Liverpool og telur hann vera frábæran leikmann.

“Ég þoli ekki að spila á móti honum, enda er hann einn sá allra erfiðasti að eiga við,” segir Carragher, en Heskey hefur þó aðeins skorað níu mörk fyrir Wigan á tímabilinu. Wigan þarf nauðsynlega á sigri að halda til að sogast ekki enn dýpra ofan í fallbaráttuna og býst Carragher við því að leikmenn liðsins mæti dýrvitlausir til leiks.

“Þeir verða mjög grimmir og þá sérstaklega Heskey. Líkamlega er hann sá erfiðasti að eiga við. Hann er mjög öflugur í loftinu, hann er fljótur og alltaf með augun á markinu. Maður þarf virkilega að vera á tánum gegn honum,” segir Carragher.

“Heskey var frábær þegar hann var hjá Liverpool, sérstaklega árið 2001 þegar við unnum bikarþrennuna. Það er frábært að hafa leikmann eins og hann í sínu liði. Hann er nánast alltaf gagnrýndur fyrir frammistöðu sína en takið eftir að hún kemur aldrei frá þeim sem spila með honum,” bætti Carragher við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×