Erlent

Rice opin fyrir beinum viðræðum við Írana

MYND/AP

Condoleezza Rice, varnarmálaherra Bandaríkjanna, er opin fyrir beinum viðræðum við Írana. Rice ætlar að funda með nágrönnum Írana, Egyptum, í næsta mánuði. Tilkynnt var um þau áform Rice, að fara í opinbera heimsókn til Egyptalands dagana 1. til 4. maí, í dag. Við það tækifæri lét talsmaður ráðuneytis hennar þau orð falla að Rice væri opin fyrir því að ræða beint við Írana.

Ekki er hægt að segja að hlýtt hafi verið milli Bandaríkjamanna og Írana undanfarið. Bandarísk stjórnvöld hafa sett sig alfarið á móti kjarnorkuáætlun Írana og barist hart gegn henni. Stjórnvöld í Íran hafa hins vegar sagt það sjálfsagðan rétt sinn að auðga úran og ekki hlustað á hótanir Bandaríkjamanna í þeirra garð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×