Erlent

Abbas segir Johnston á lífi

Alan Johnston
Alan Johnston MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir breska fréttamanninn Alan Johnston, sem rænt var á Gasasvæðinu fyrir um mánuði, enn á lífi.

AP-fréttastofan hefur eftir Abbas að leyniþjónusta Palestínumanna hafi staðfest að Johnston sé á lífi en á sunnudaginn var lýsti óþekktur uppreisnarhópur því yfir að hann hefði tekið fréttamanninn af lífi. Abbas sagði enn fremur að hann vissi hverjir hefðu Johnston í haldi en vildi ekki gefa það upp. Johnston hefur unnið yfir breska ríkisútvarpið, BBC, á Gasa síðastliðin þrjú ár en byssumenn rændu honum í Gasaborg þann 12. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×