Erlent

Noregur verði kolefnishlutlaust land árið 2050

MYND/Hari

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins, greindi frá því á landsfundi flokksins í dag stefnt yrði að því að Noregur yrði kolefnishlutlaust land árið 2050, fyrst allra landa.

Í ræðu sinni fjallaði hann um loftlagsbreytingarnar og sagði að Noregur myndi skulbdinda sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 10 prósent frá því sem nú er fyrir árið 2012, um 30 prósent fyrir árið 2020 og um hundrað prósent fyrir árið 2050.

Til samanburðar hefur Evrópusambandið samþykkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 20 prósent fyrir árið 2020. Sagði Stoltenberg að með hugmyndunum um kolefnishlutlaust land markaði Noregur sér sérstöku í heiminum stigi nýtt skref í umhverfissögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×