Erlent

N-Kóreumenn virðast byrjaðir að loka kjarnorkuveri

Svo virðist sem Norður-Kóreumenn séu byrjaðir að loka Yongbyon-kjarnorkuverinu í samræmi við samkomulag sem sexveldin svonefndu gerðu með sér fyrir nokkrum mánuðum.

Gervihnattamyndir úr njósnahnöttum Bandaríkjamanna hafa undanfarna daga sýnt talsverða starfsemi við verið og er hún talin tengjast lokun þess. Í verinu hefur verið framleitt plútóníum sem nota má til kjarnavopnasmíði.

Stjórnvöld í Pjongjang áttu raunar að vera búin að loka verinu fyrir nokkru síðan en deilur um fé sem fryst hafði verið á reikningum í Makaó töfðu fyrir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×