Erlent

Enn ekki staðfest hvort Johnston hafi verið myrtur

Enn hefur ekki fengist staðfest hvort breski blaðamaðurinn Alan Johnston hefur verið myrtur en honum var rænt á Gaza-ströndinni fyrir rúmum mánuði.

Áður óþekktur öfgahópur lýsti því yfir í gær að Johnston hefði verið tekinn af lífi til vegna þess að palestínskir fangar hefðu ekki verið látnir lausir úr ísraelskum fangelsum eins og hann hafði krafist.

Í morgun söfnuðust blaðamenn víðs vegar að saman í Beirút í Líbanon til að skora á mannræningjana að láta Johnston tafarlaust úr haldi. Foreldrar hans biðluðu jafnframt til mannræningjana í morgun um að sýna syni sínum miskunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×