Erlent

Margrét Danadrottning 67 ára í dag

MYND/AP

Þúsundir Dana söfnuðust saman á torginu fyrir framan Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun til að samfagna Margréti Þórhildi Danadrottningu sem í dag er 67 ára.

Margrét lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og birtist á svölum hallarinnar ásamt eiginmanni, sonum, tengdadóttur og barnabörnum. Hrópuðu gestir á torginu húrra í tilefni dagsins og veifuð danska fánanum og þakkaði drottningin fyrir sig.

Margrét og Hinrik, eiginmaður hennar, hafa þegar yfirgefið híbýli sín í Kaupmannahöfn og sest að í Fredensborg eins og venja er á sumrin en þau komu sérstaklega til höfuðborgarinnar til að fagna afmæli drottningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×