Erlent

Byrjað að selja aðgöngumiða á Ólympíuleikana

Byrjað var að selja miða á Ólympíuleikana í Peking, sem fram fara á næsta ári, í dag. Í boði eru yfir sjö milljónir miða til almennings og er búist við að Kínverjar kaupi þrjá af hverjum fjórum þeirra. Skipuleggjendur leikanna hafa lagt áherslu á að halda miðaverði lágu og verður meira en helmingur miðanna seldur á innan við 800 krónur.

Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að hver og einn má aðeins kaupa einn miða á setningar- og lokahátíð Ólympíuleikanna og á vinsæla viðburði má aðeins kaupa tvo miða. Miðarnir verða seldir í tveimur hollum, nú og í október á þessu ári, en þeir eru seldir í kínverskum bönkum og á Netinu. Ólympíuleikarnir verða svo settir 8. ágúst á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×