Erlent

Hvað skal gera við Sanjaya?

Sanjaya Malakar.
Sanjaya Malakar.

„Þetta er besta spurning sem ég hef verið spurð lengi," sagði öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton í gær þegar fréttamaður spurði hana hvað Bandaríkjamenn gætu gert við Sanjaya Malakar, sem kemst alltaf lengra og lengra í American Idol, þrátt fyrir augljósan skort á hæfileikum.

Clinton, sem er líklegasti frambjóðandi demókrata til forsetaembættisins í Bandaríkjunum, segir að rétt eins og í Idolinu bandaríska, sé það vilji fólksins sem ráði í forsetakosningunum.

Ekki eru þó allir á einu máli um að Sanjaya eigi að fara heim því á heimasíðu á Netinu er fólk hvatt til að kjósa þann versta, það er Sanjaya. Þetta er síðan Vote for the worst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×