Erlent

Benedikt og Bush funda í júní

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti mun hitta Benedikt sextánda páfa í fyrsta sinn í júní. Frá þessu greindi Vatíkanið í dag. Forsetinn og páfinn ræða saman 9. og 10. júní eftir að Bush hefur sótt fund átta helstu iðnríkja heims í Þýskalandi.

Tvö ár eru síðan Benedikt sextándi var valinn páfi en notaði páskaávarp sitt í síðustu viku til að gagnrýna blóðbaðið í Írak og sagði ekkert jákvætt gerast í landinu.

Hugsanlegt er að Bush fundi einnig með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, í heimsókninni til Rómar en stirt hefur verið á milli landanna eftir að Prodi tók við af Silvio Berlusconi sem forsætisráðherra, en hann var einægur stuðningsmaður Bandaríkjastjórnar ólíkt Prodi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×