Erlent

Kasparov handtekinn í Moskvu

MYND/AP

Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var handtekinn í Moskvu í dag. Reuters hefur eftir aðstoðarmanni hans að hann hafi reynt að komast upp í jarðlest í Moskvu til þess að taka þátt í mótmælagöngu sem yfirvöld höfðu bannað en lögregla stöðvaði för hans og handtók hann.

Kasparov er svarinn andstæðingur Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, og ætlaði ásamt fleirum að mótmæla stjórnarháttum hans. Stjórnarandstæðingar segja Pútín reyna að kæfa lýðræðisþróun í landinu. Tugir manna á leið til mótmælanna voru handteknir í morgun, þar á meðal ljósmyndari og kvikmyndatökumenn frá Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×