Erlent

Verðhrun á sumarhúsum í Danmörku

MYND/Team Event

Verð á sumarhúsum í Danmörku hefur farið hríðlækkandi að undanförnu og þá mest á vinsælustu svæðunum. Verðlækkunin er að mestu rakin til spákaupmennsku en margir hafa viljað græða á kaupum og sölum á sumarhúsum.

 

Verð á dönskum sumarhúsum náði sögulegum hápunkti síðastliðið sumar en síðan þá hefur það farið lækkandi. Mest hefur það lækkað um 15 prósent í Norður Sjálandi. Á öðrum stöðum í Danmörku hefur verð lækkað um sex til sjö prósent á aðeins nokkrum mánuðum.

Að sögn Steen Bocian, yfirmanni hagfræðideildar Danske Bank, skýrist verðlækkunin að mestu af spákaupmennsku. Margir hafi vilja græða á þeim miklu verðhækkunum sem áttu sér stað í fyrra. Þegar kom hins vegar að því að innleysa hagnaðinn hafi einfaldlega myndast offramboð af sumarhúsum á markaðinum sem hafi síðan valdið verðhruninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×