Enski boltinn

Taarabt semur við Tottenham

Taarabt hefur vakið athygli fyrir lipra takta hjá Tottenham
Taarabt hefur vakið athygli fyrir lipra takta hjá Tottenham NordicPhotos/GettyImages

Franski leikmaðurinn Adel Taarabt hjá Tottenham segist vera búinn að gera samkomulag við félagið um að undirrita fimm ára samning við Lundúnaliðið. Hann er lánsmaður frá franska liðinu Lens en má ekki skrifa formlega undir samning við enska liðið fyrr en hann verður 18 ára gamall í næsta mánuði.

Taarabt er fæddur í Marokkó, en segist vilja spila áfram fyrir Frakka. Útsendarar Tottenham sáu piltinn spila fyrir U-17 ára landslið Frakka og hrifust mikið af tækni hans og snerpu. Hann hefur fengið tækifæri með liðinu í úrvalsdeildinni í síðustu leikjum og þótt standa sig vel.

"Ég er ekki lengur lánsmaður því ég er búinn að skrifa undir fimm ára samning sem tekur gildi þegar ég verð 18 ára í maí. Ég finn mig vel hérna á Englandi og í hóp Tottenham eru margir leikmenn sem tala frönsku. Hérna er spilaður sóknarbolti og hér fæ ég tækifæri eins og mér var lofað þegar ég kom hingað," sagði Taarabt ánægður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×