Enski boltinn

Hermann meiddist í jafntefli Charlton og Reading

Hermann Hreiðarsson haltrar af velli í kvöld.
Hermann Hreiðarsson haltrar af velli í kvöld. MYND/Getty

Íslendingaliðin Charlton og Reading gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Hermann haltraði af velli og virtist þjáður, en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Gunnarsson kom ekki við sögu. Reading er áfram í 9. sæti deildarinnar eftir jafnteflið með 45 stig en Charlton er áfram í mikilli fallhættu með 32 stig í 17. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×