Enski boltinn

Munurinn kominn niður í þrjú stig

Richardo Carvalho var hetja Chelsea í dag.
Richardo Carvalho var hetja Chelsea í dag. MYND/Getty

Aðeins þremur stigum munar á Man. Utd. og Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en síðarnefnda liðið bar sigurorð af grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham í dag, 1-0. Það var portúgalski varnarmaðurinn Richardo Carvalho sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Man. Utd. á leik til góða gegn Portsmouth síðar í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Carvalho skoraði markið sem réð úrslitum á 52. mínútu. Chelsea er nú komið með 75 stig eftir 32 leiki og er í öðru sæti deildarinnar. Man. Utd. er í fyrsta sæti með 78 stig eftir 31 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×