Erlent

Hækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag

Frá Kauphöllinni í New York.
Frá Kauphöllinni í New York. MYND/Reuters
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum réttu sig af í dag eftir nokkuð skarpa lækkun í gær upp á tvö prósent sem hafði áhrif víða um heim. Dow Jones fór á tímabili niður fyrir 12 þúsund stig í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði en endaði 12.133 stigum í lok dags og hækkaði því um nærri hálft prósent frá því í gær.

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum réttu sig af í dag eftir nokkuð skarpa lækkun í gær upp á tvgö prósent sem hafði áhrif víða um heim. Dow Jones fór á tímabili niður fyrir 12 þúsund stig í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði en endaði 12.133 stigum í lok dags og hækkaði því um nærri hálft prósent frá því í gær. Þá hækkaði Nasdaq sömuleiðis frá gærdeginum um nærri eitt prósent.

Sömu sögu er ekki að segja af evrópskum mörkuðum því lækkanir urðu á hlutabréfum í bæði Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Sérfræðingar búast við áframhaldandi óstöðugleika á mörkuðum, sérstaklega þar sem margir þeirra hafa ekki verið hærri í sex ár og því sé um leiðréttingu að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×