Erlent

Sjóliðar játa að hafa verið í íranskri lögsögu

AFP

Íranska sjónvarpið sýndi í kvöld viðtöl við tvo af bresku sjóliðunum sem handteknir voru á Persaflóa fyrir rúmri viku. Í viðtölunum játa sjóliðarnir að hafa verið í íranskri lögsögu þegar þeir voru handteknir. Breska varnarmálaráðuneytið hefur staðhæft að það hafi undir höndum gögn úr staðsetningarbúnaði sem sanni að sjóliðarnir hafi verið Íraks-megin í lögsögunni. Bretar hafa sagt að löndin eigi í tvíhliða viðræðum um lausn málsins en hafa ekki viljað gefa upp smáatriði um þær viðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×