Erlent

Olmert vill ræða við alla arabaleiðtoga

AFP

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels hefur boðið öllum leiðtogum arabaríkja að eiga við sig viðræður. Hann segist sjá mjög jákvæðar hliðar á land fyrir frið-áætluninni sem samþykkt var á þingi Arabaráðsins í síðustu viku.

„Ég býð hér með öllum leiðtogum arabaríkja til viðræðna og auðvitað þeirra á meðal konungi Sáda", sagði Olmert á blaðamannafundi eftir fund sem hann átti með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×