Erlent

Scotland Yard aðstoðar við rannsókn á dauða Woolmers

Bob Woolmer.
Bob Woolmer. MYND/AP

Breska lögreglan Scotland Yard hyggst senda þrjár lögreglumenn til Jamaíku til að hjálpa til við rannsókn morðsins á Bob Woolmer, fyrrverandi þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket. Lögreglan á Jamaíku óskaði eftir aðstoðinni.

Woolmer fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston þann 18. mars, daginn eftir að lið hans hafði óvænt fallið úr leik á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú fer fram á Jamaíku. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur en réttarrannsókn á eftir að fara fram á því klukkan hvað hann lést og hvort honum hafi verið byrlað eitur áður en ráðist var á hann.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en landsliðmenn Pakistans hafa allir verið yfirheyrðir. Minningarathöfn um Woolmer fer fram í Lahore í Pakistan á morgun á vegum krikketsambands Pakistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×