Enski boltinn

55 þúsund manns mættu á Wembley

Það var mikið um dýrðir á Wembley í dag.
Það var mikið um dýrðir á Wembley í dag. MYND/Getty

55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma.

Það var í raun "uppselt" á landsleikinn í dag, því ekki mátti selja fleiri en 55 þúsund miða á leikinn. Eftirspurnin eftir miðum var hins vegar svo mikil að þeir seldust upp á nokkrum klukkustundum, enda Lundúnabúar flestir mjög spenntir fyrir því að líta hinn nýja þjóðarleikvang augum. Aldri í sögunni hafa fleiri áhorfendur fylst með leik viðureign U-21 árs liða.

Leikurinn var einskonar generalprufa fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, en vonir eru bundnar við að sá leikur geti farið fram á Wembley, og þá fyrir framan 90 þúsund áhorfendur.

Leikurinn sjálfur var hinn fjörugasti og skoraði Giampaolo Pazzini þrennu fyrir ítalska liðið. David Bentley, Matt Derbyshire og Wayne Routledge skoruðu mörk Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×