Enski boltinn

Ronaldo: Ég er of góður

NordicPhotos/GettyImages

Christiano Ronaldo var ekki sáttur við að vera enn á ný sakaður um leikaraskap í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í sigrinum á Middlesbrough í enska bikarnum. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur - og Boro-menn sökuðu hann um leikaraskap.

"Þetta var klárt víti í mínum augum og það er dómarinn sem dæmir - ekki ég. Ef varnarmaðurinn kemur við mig í þessari stöðu, mun ég falla í teignum. Ef ég lendi í svona löguðu verður alltaf allt vitlaust. Kannski er þetta af því sumum líkar ekki við mig - kannski er ég of góður - ég veit það ekki," sagði Ronaldo.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri kom leikmanni sínum til varnar. "Þetta var hrein og klár vítaspyrna og menn hefðu ekki verið með þessi læti ef um annan leikmann hefði verið að ræða. Það er synd og skömm að menn séu að reyna að koma óorði á drenginn, sem þegar er að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður Manchester United á þeim 20 árum sem ég hef verið hérna," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×