Enski boltinn

Áhorfandi reyndi að ráðast á Lampard

NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi þegar áhorfandi á White Hart Lane réðist að Frank Lampard hjá Chelsea. "Ég hélt að hann myndi ná að kýla mig - ég beygði mig bara," sagði Lampard.

Knattspyrnusambandið lítur atvikið mjög alvarlegum augum og voru tveir menn handteknir í kjölfar þess í gær. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var mjög óhress með þessa uppákomu.

"Frank sagði að óður maður hafi ráðist á sig úr launsátri og það þurfti þrjá eða fjóra menn til að ná honum áður en öryggisverðir höfðu hendur í hári hans," sagði Mourinho.

Ljóst er að Tottenham gæti verið í vondum málum ef sýnt þykir að öryggisverðir hafi sofið á verðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×