Enski boltinn

Skilnaður Abramovich hefur ekki áhrif á Chelsea

Abramovic mun halda áfram að eyða í Chelsea þó konan hans fyrrverandi hafi nú fengið væna sneið af eignum hans
Abramovic mun halda áfram að eyða í Chelsea þó konan hans fyrrverandi hafi nú fengið væna sneið af eignum hans NordicPhotos/GettyImages

Roman Abramovich og fyrrverandi kona hans hafa gefið út sérstaka fréttatilkynningu þar sem fram kemur að skilnaður þeirra muni ekki hafa áhrif á rekstur knattspyrnufélagsins Chelsea á nokkurn hátt.

Skilnaður þeirra hjóna er nú formlega genginn í gegn og ríkir full sátt í málinu. Bresku blöðin höfðu sum hver slegið því upp að skilnaðurinn kynni að hafa áhrif á fjárfestingar rússneska milljarðamæringsins hjá knattspyrnufélagi hans Chelsea, en í tilkynningunni kemur fram að svo verði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×