Erlent

Tsvangirai höfuðkúpubrotinn

Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve er höfuðkúpubrotinn eftir ofbeldi lögreglu og er á gjörgæslu á spítala. Þetta sagði talsmaður hans í morgun. „Hann hefur þurft að fá lítra af blóði vegna þess að læknar segja að hann hafi misst mikið blóð. Þá var höfuð hans sneiðmyndað vegna þess að höfuðkúpan er brotin", sagði William Bango talsmaður Tsvangirai. Tsvangirai, sem er 55 ára þarf að líkindum að liggja um nokkra hríð á spítala að segir talsmaðurinn við Reuters-fréttastofuna.


Tengdar fréttir

Leiðtogar stjórnarandstöðu í Zimbabwe handteknir

Yfirvöld í Zimbabwe hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir að hafa ætlað að halda fjöldabænafund þrátt fyrir bann stjórnvalda við að halda pólitískar samkomur.

Simbabve nálgast suðumark

Yfirvöld í Simbabve handtóku í dag einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu fyrir að rjúfa bann við pólitískum samkomum. Ástandið er afar viðkvæmt í landinu enda er atvinnuleysi mikið og efnahagurinn því sem næst í rúst.

Tsvangirai laminn af lögreglu

Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve hefur verið laminn af lögreglu sem heldur honum í varðhaldi. Þetta segir lögmaður Tsvangirai. Hann var handtekinn í gær ásamt fimm samherjum sínum eftir að óeirðalögregla leysti upp mótmælafund. Lögmenn leita nú leiða til að fá aðgang að sexmenningunum en enn er óvíst hvort þeir hafi verið ákærðir fyrir einhverjar sakir.

Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu.

Tsvangirai heldur baráttunni áfram

Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve heitir því að halda áfram baráttunni gegn stjórnvöldum Roberts Mugabe. Tsvangirai var leiddur fyrir rétt í gær blár og marinn eftir lögregluofbeldi en hann var handtekinn við friðsamleg fundahöld á sunnudaginn. Tsvangirai ræddi við blaðamenn eftir dómhaldið þar sem hann sagðist vart geta gengið eftir barsmíðar lögreglu en sagðist engu að síður ætla að berjast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×