Erlent

Tsvangirai laminn af lögreglu

Morgan Tsvangirai
Morgan Tsvangirai Getty Images

Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve hefur verið laminn af lögreglu sem heldur honum í varðhaldi. Þetta segir lögmaður Tsvangirai. Hann var handtekinn í gær ásamt fimm samherjum sínum eftir að óeirðalögregla leysti upp mótmælafund. Lögmenn leita nú leiða til að fá aðgang að sexmenningunum en enn er óvíst hvort þeir hafi verið ákærðir fyrir einhverjar sakir.

Upplýsingamálaráðherra stjórnar Roberts Mugabe segir hins vegar að lögreglumenn hafi verið lamdir. „Stjórnarandstaðan hefur beitt ofbeldi og lögregla hefur lagt hald á vopn í fórum þeirra", segir innanríkisráðherran.

Mikil kergja er að grípa um sig meðal íbúa Simbabve og verður Mugabe sífellt umdeildari. Sérstaklega hefur efnahagsástandið vakið mikla reiði enda atvinnuleysi gífurlegt og verðbólga nærri 1700 prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×