Erlent

Ólöglegar veiðar í lögsögu Noregs

Áhöfn rússneska togarans Nemanskiy er grunuð um ólöglegar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á vef Skipafrétta. Á myndum sem strandæslan í Noregi tók úr eftirlitsflugvél má einnig sjá að togarinn hefur siglt undir fölsku nafni og númeri. Farið var um borð í togarann í síðustu viku þar sem hann lá við bryggju í Kirkenes í Norður-Noregi. Málið verður í framhaldinu tekið upp við rússnesk yfirvöld.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússneskir togarar veiða án kvóta í norskri lögsögu en skemmst er að minnast snarpra átaka norsku strandgæslunnar við togarann Elektron á síðasta ári eftir að tveir norskir strandgæslumenn voru teknir í gíslingu um borð í togaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×