Erlent

Amnesty krefst rannsóknar á aðferðum lögreglu

Mynd/Hari
Amnesty International hefur farið fram á það við danska dómsmálaráðuneytið að rannsakað verði hvort lögregla hafi beitt óhóflegu harðræði í óeirðunum á Norðurbrú um síðustu helgi. Í bréfi frá Amnesty til dómsmálaráðuneytsins segir að samtökunum hafi borist kvartanir vegna fjöldahandtaka, fangelsun unglinga undir aldri með fullorðnum og ofbeldi gegn föngum en segjast ekki hafa gögn sem styðja við ásakanirnar. Hinsvegar segist Amnesty óttast að pottur sé brotinn þar sem margar kvartanir hafi borist, annars hefði ekki verið beðið um rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×