Búast við áframhaldandi látum í dag 2. mars 2007 06:55 AP Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. Götueldar loguðu víðsvegar um Norðurbrú langt fram á nótt. Ungdomshuset stendur enn og ekki hefur verið ákveðið hvenær skuli rífa það. Hústökufólk, um 100 manns, lagði undir sig barnaskóla við Blågårdsgade og beitti lögregla táragasi til að reyna að svæla fólkið út. Ungmennin yfirgáfu svo skólann sjálfviljug en fyrst reyktu þau nokkrar hassjónur og sungu baráttulög og gengu svo róleg út sagði ónefndur hústökumaður í samtali við Politiken í Danmörku. Sami heimildarmaður fullyrti þó að frekari hústökur væru áætlaðar af hópnum á næstu dögum. Mikil læti voru þá í Kristjánshöfn nærri Kristjaníu langt fram á nótt en þar höfðu mótæmlendur reist götuvirki og kveikt í rusli og bílum. Lögregla beitti táragasi til að dreifa fjöldanum. Dönsk ungmenni fengu svo stuðning frá grönnum sínum í Hamborg í Þýskalandi en þar mótmæltu meira en 800 manns utan við danska sendiráðið. Þar voru 14 handteknir í látunum í gærkvöldi. Sólrún María Reginsdóttir, íslensk stúlka sem er í námi í Danmörku og býr á Norðurbrú var á leið heim til sín í gærkvöldi þegar átökin stóðu sem hæst. Hún sagði í samtali við Vísi að hún hefði fengið snert af táragasi sem lögreglan hafði notað gegn mótmælendum. Henni varð þó ekki meint af þar sem gasið hafði þynnst nógu mikið. APAPAPAPAPAPAPAPAPAPAPAP Tengdar fréttir 90 handteknir vegna mótmæla Lögreglan í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar handtók 90 mótmælendur á unglingsaldri við samkomuhús trúfélagsins Faderhuset á sunnudag. Vildu ungmennin mótmæla fyrirhuguðum flutningi æskulýðsstarfs trúfélagsins í byggingu sem nú hýsir Ungdomshuset, samkomustað ungs fólks á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. 28. nóvember 2006 01:15 Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25 Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19 Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15 260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp. 25. september 2006 10:00 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08 Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39 Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. 2. mars 2007 06:15 Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1. mars 2007 12:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. Götueldar loguðu víðsvegar um Norðurbrú langt fram á nótt. Ungdomshuset stendur enn og ekki hefur verið ákveðið hvenær skuli rífa það. Hústökufólk, um 100 manns, lagði undir sig barnaskóla við Blågårdsgade og beitti lögregla táragasi til að reyna að svæla fólkið út. Ungmennin yfirgáfu svo skólann sjálfviljug en fyrst reyktu þau nokkrar hassjónur og sungu baráttulög og gengu svo róleg út sagði ónefndur hústökumaður í samtali við Politiken í Danmörku. Sami heimildarmaður fullyrti þó að frekari hústökur væru áætlaðar af hópnum á næstu dögum. Mikil læti voru þá í Kristjánshöfn nærri Kristjaníu langt fram á nótt en þar höfðu mótæmlendur reist götuvirki og kveikt í rusli og bílum. Lögregla beitti táragasi til að dreifa fjöldanum. Dönsk ungmenni fengu svo stuðning frá grönnum sínum í Hamborg í Þýskalandi en þar mótmæltu meira en 800 manns utan við danska sendiráðið. Þar voru 14 handteknir í látunum í gærkvöldi. Sólrún María Reginsdóttir, íslensk stúlka sem er í námi í Danmörku og býr á Norðurbrú var á leið heim til sín í gærkvöldi þegar átökin stóðu sem hæst. Hún sagði í samtali við Vísi að hún hefði fengið snert af táragasi sem lögreglan hafði notað gegn mótmælendum. Henni varð þó ekki meint af þar sem gasið hafði þynnst nógu mikið. APAPAPAPAPAPAPAPAPAPAPAP
Tengdar fréttir 90 handteknir vegna mótmæla Lögreglan í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar handtók 90 mótmælendur á unglingsaldri við samkomuhús trúfélagsins Faderhuset á sunnudag. Vildu ungmennin mótmæla fyrirhuguðum flutningi æskulýðsstarfs trúfélagsins í byggingu sem nú hýsir Ungdomshuset, samkomustað ungs fólks á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. 28. nóvember 2006 01:15 Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25 Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19 Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15 260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp. 25. september 2006 10:00 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08 Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39 Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. 2. mars 2007 06:15 Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1. mars 2007 12:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
90 handteknir vegna mótmæla Lögreglan í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar handtók 90 mótmælendur á unglingsaldri við samkomuhús trúfélagsins Faderhuset á sunnudag. Vildu ungmennin mótmæla fyrirhuguðum flutningi æskulýðsstarfs trúfélagsins í byggingu sem nú hýsir Ungdomshuset, samkomustað ungs fólks á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. 28. nóvember 2006 01:15
Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25
Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19
Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52
Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15
260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp. 25. september 2006 10:00
Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08
Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39
Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. 2. mars 2007 06:15
Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1. mars 2007 12:04