Enski boltinn

Bikarkeppnirnar hafa tekið sinn toll

NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að þáttaka liðsins í bikarkeppnum í ár hafi komið niður á því í deildarkeppninni á Englandi. Tottenham féll strax út úr öllum bikarkeppnum á síðustu leiktíð og náði fínum árangri í deildinni, en nú hefur gengið vel í bikarkeppnum en ekkert í deildinni.

"Það kemur til greina að nota meira af varamönnum í bikarkeppnunum á næsta ári eftir að ég hef komið auga á það nú að 11 menn ná ekki að halda dampi í öllum keppnum. Það hefur komið mjög niður á okkur í deildinni að vera með í Evrópu og í bikarnum á Englandi. Ég veit samt ekki hvort ég vil skipta á árangrinum nú og í fyrra," sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×