Erlent

Skýldu sér á bak við börn

Getty Images

Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna.

NATO-hersveitir hröktu Talibanana í burt frá stíflunni, sem gegnir lykilhlutverki í raforkukerfi landsins, án þess að nokkur börn særðust í bardögunum. Í nótt gerði NATO loftárásir á búðir Talibana nærri stíflunni og segja þeir að leiðtogi þeirra, Haj Sultan hafi fallið í þeim ásamt nokkrum liðsmönnum uppreisnarsveitanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×