Erlent

Sea Shepherd halda til hafnar

AP

Tvö skip Sea Shepherd sem hafa undanfarna daga truflað hvalveiðar Japana í Suður-Íshafi hafa nú snúið aftur til hafnar. Flaggskip Greenpeace tekur nú við að trufla veiðarnar.

Haft er eftir Paul Watson leiðtoga Sea Shepherd á vefsíðu nýsjálenska útvarpsins að skipin eigi nú nóg eldsneyti eftir til að sigla í átta daga en það sé einmitt það langt í næstu höfn. Á mánudag sigldi Robert Hunter, skip Sea Shepherd á japanskt hvalveiðiskip með þeim afleiðingum að hvalskipið skemmdist nokkuð.

Þó Sea Sheperd-skipin séu nú á leið til hafnar er flaggskip Greenpeace, Esperanza, nú í suðurhöfum og leitar japanska hvalveiðiflotans. Greenpeace hefur það markmið að trufla hvalveiðarnar en þeir eru ekki þekktir fyrir að beita þeim meðölum sem Sea Shepherd gerir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×