Erlent

Al Sadr flúinn til Íran

Moqtada al Sadr
Moqtada al Sadr Getty Images

Talið er að Moqtada al Sadr múslimaklerkur og einn valdamesti maður Íraks hafi nú flúið yfir til Íran. Fram kemur á fréttavef ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku að yfirmenn í bandaríska hernum staðfesti þetta.

Talið er að al Sadr sé hræddur um líf sitt nú þegar Bandaríkjamenn hafa hafið herferð gegn uppreisnarmönnum í Írak. Mahdi hersveitir Al Sadr hafa reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu og barist hart gegn þeim. Ekki er talið að klerkurinn ætli að láta deigan síga þó hann sé flúinn heldur ætli að halda áfram að skipuleggja andóf frá Teheran í Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×