Erlent

Indverjar deila á ameríska siði

Getty Images

Í dag er Valentínusardagur sem er dagur blómasala, súkkulaðiframleiðenda og elskenda. Dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda hérlendis en siðurinn þykir með þeim amerískari. Dagurinn verður líka sífellt vinsælli hjá milljarðaþjóðinni Indverjum.

Róttækum hindúum þykir nóg um og segja þessa innfluttu hefð ógna þeim innlendu. Einn þjóðernissinnaður og trúrækinn stjórnmálaflokkur þar í landi hefur meira að segja gengið svo langt að hvetja fylgismenn sína til að brenna valentínusarkort og hafa þeir sett upp auglýsingar þar sem elskendur eru hvattir til að leiðast ekki á almannafæri.

Annar hindúahópur segist ætla að mynda pör sem eru of innileg og senda fjölskyldum þeirra myndirnar. Það þykir ekki til siðs samkvæmt hefðinni á Indlandi að vera með ástaratlot á almannafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×