Erlent

Pólitísk skilaboð send með blóði sakleysingja

AP

Nú er ljóst að minnst þrír fórust og tuttugu til viðbótar særðust í sprengjuárásum á tvær smárútur nærri bænum Bikfaya í Líbanon í morgun. Samkvæmt fregnum fyrr í dag var mannfallið meira en nú vilja líbönsk stjórnvöld ekki staðfesta að fleiri en þrír hafi látist en segja vel mögulegt að talan hækki.

Bikfaya er heimabær Amin Gemayel fyrrum forseta landsins, en sonur hans var myrtur í nóvember. Þá eru flestir íbúar bæjarins kristnir. Sumir Líbanir kenna Sýrlendingum um ofbeldisölduna í landinu undanfarin ár.

Á morgun eru tvö ár liðin síðan Rafik Hariri fyrrum forsætisráðherra landsins var myrtur.

Karim Pakradouni leiðtogi Falangistaflokks Gemayel lét hafa eftir sér eftir árásirnar í morgun að líbanska þjóðin þyrfti að sameinast og hætta að senda pólítísk skilaboð með blóði sakleysingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×