Erlent

Burns segir Írana grafa sína eigin gröf

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, sagði í dag að Íranar væru að grafa sína eigin gröf þegar hann var spurður um kjarnorkudeiluna við þá. Bandaríkin hafa þegar lagt fram tilboð til viðræðna sem Íranar líta ekki við.

Í því felst að Íranar hætti auðgun úrans og í framhaldi af því verði viðræður og á meðan þeim stendur yrði refsiaðgerðum Bandaríkjanna hætt. Bandaríkin hafa sent annað flugmóðurskip til Persaflóa en segjast samt vera tilbúnir að ræða málin við Írana. Íranar sögðu nýverið að þeir ættu flugskeyti sem gætu grandað stórum skipum en Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar í sífellu að Bandaríkin ætli sér að ráðast á Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×