Erlent

Nýr forsætisráðherra skipaður í Gíneu

Strætisvagn sem var brenndur í óeirðum í Gíneu nýverið.
Strætisvagn sem var brenndur í óeirðum í Gíneu nýverið. MYND/AP

Forseti Gíneu, Lansana Conte, tilnefndi í dag Eugene Camara sem nýjan forsætisráðherra landsins. Camara var áður ráðherra forsetans. Með þessari tilnefningu var Conte að koma til móts við stéttarfélög í landinu og kröfur þeirra.

Verkföll hafa lamað landið að undanförnu og margir hafa látið lífið í mótmælunum. Gínea, sem er heimsins mesti útflytjandi báxíts sem notað er við gerð áls, tapaði miklum fjármunum þar sem útflutningur á báxíti lá niðri þær þrjár vikur sem verkföllin stóðu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×